P9: Lífríki
Búðu til forrit sem uppfyllir eftirfarandi:
- Vinnur með lista af hlutum af klasanum sem þú vannst með síðast.
- Allir hlutirnir í listanum skulu hreyfa sig og sjást á skjánum.
- Notandinn getur haft áhrif á listann. t.d. búið til eða eytt hlutum með músasmellum.
Hér er dæmi um lausn með Zogg. Notandinn getur smellt á geimverurnar til að eyða þeim.
P9b: Leikur í listum
Gerum að lokum eitthvað sniðugt.
Þú getur:
- Búið til forrit sem sýnir tvo ólika lista með ólíkum hlutum, getur hugsað etta sem beina viðbót við P9.
- Búið til forrit sem fer ennþá lengra með hugmyndina um lista og gagnvirkni. Gæti bæði bætt við í listann og tekið úr listanum samkvæmt einhverjum ákveðnum skilyrðum.
Hér er til dæmis hugmynd að sápukúluverkefni sem hefur verið farið með aðeins lengra.
Prófaðu að halda inni músinni og draga yfir sápukúlurnar.