P8: Fígúra fær líf
Búðu til þinn eigin klasa. Þessi klasi á að lýsa fígúrunni þinni úr P6
- Klasinn á að hafa aðferð sem teiknar fígúruna.
- Klasinn á að hafa aðferð sem hreyfir fígúruna, þú ræður hvernig. Gæti verið slembið, eða með ákveðnum hraða, eða þá stjórnað af spilaranum.
- Klasinn á að hafa breytur sem stjórna staðsetningu hans.
- Klasinn á að hafa a.m.k. þrjár breytur sem stjórna útlitinu.
Í skriftunni sjálfri áttu að teikna a.m.k. þrjá hluti sem eru af þessum nýja klasa.
- Hlutirnir eiga að hegða sér eins en hver ólíkir í útliti.
- Í rammanum á að vera svæði (t.d. hringur í miðjunni) sem er teiknað inn.
- Þegar hlutirnir teljast einhvernveginn vera inná þessu svæði eiga þeir að hegða sér öðruvísi á einhvern hátt.
- Svo klasinn ætti að hafa aðferð sem lýsir einhverri annari hegðun en grunnhreyfingunni.
Mín lausn
Ég bjó til Zoog klasa og notaði hann til það teikna þessar þrjár geimverur.
Þú getur notað þessa lausn til viðmiðunnar í þinni vinnu.