P7: Myndvinnsla
P7a: Teikna mynd
Veldu mynd, eða tvær.
Búðu til skriftu sem teiknar myndina smám saman með einhverjum hætti.
Svo forritið byrjar með tóman ramma, en eftir því sem tíminn líður eða notandinn gerir eitthvað (þarf að vera skýrt hvað), þá teiknast myndin.
Myndin ætti ekki að teiknast öll í einu og ekki að vera nákvæmlega eins og frummyndin.
Skoðaðu sérstaklega skrifturnar frá Allison Parrish með tunglinu Karon (e. Charon)
P7b: Breyta mynd
Veldu mynd, eða tvær.
Búðu til skrift sem teiknar myndina en smám saman breytir myndinni með einhverjum hætti.
Svo forritið byrjar með því að teikna mynd, en eftir því sem tíminn líður eða notandinn gerir eitthvað (þarf að vera skýrt hvað), þá breytist myndin.
Það fín byrjun að nota bara tint() eða annan "effect", en það er of einföld lokalausn í þessu verkefni.
Þú átt að fara einhvern veginn í gegnum pixlana sjálfa á myndinni og breyta þeim.
Þú getur skoðað skrifturnar frá Daniel Shiffman um pixla. Sérstaklega Dæmið Pointillism, það er dæmi um einfalda lausn á því sem ég er að tala um.
Þetta er reyndar skrifað fyrir Processing, ekki p5js. en kóðinn er nánast sá sami, við notum var í staðin fyrir int, float og PImage