P6: Fígúran mín
Í þessu verkefni ætlum við að búa til eina fígúru og teikna í p5.js.
Það gæti verið gott að fylgja leiðbeiningunum hér skref fyrir skref.
Það gæti líka verið gott að lesa fyrst allar leiðbeiningarnar og miða strax í upphafi að því hver lokanðurstaðan á að vera.
Hér má sjá fígúruna mína. Hún er vélmenni og heitir AGN35
Þessi lausn er reyndar óþarflega flókin fyrir þetta verkefni.
Fyrsta skref: Fígúran fæðist
Þú átt að teikna einhverja fígúru með grunnformunum í p5.js.
Byrjaðu á því að teikna fígúruna á blað.
Fígúran á að geta verið breytileg. Svo hugsaðu um hvaða stæðrir og lengdir gæti verið áhugavert að hafa breytilegar í fígúrinni.
Að minnsta kosti þrjár stærðir ættu að geta verið breytilegar. Þú tekur kannski eftir því að í hönnuninni á AGN35 eru fjórar breytur sem stjórna útlitinu á henni.
Gefðu fígúrunni þinni viðeigandi nafn.
Fígúran má vel vera einföld í hönnun, en ekki of einföld.
Annað skref: Fígúran breytist og hreyfist
Teiknaðu fígúruna þína í p5.js.
Fyrst ættirðu samt að búa til tvær breytur fyrir staðsetningu fígúrinnar, x- og y-hnit.
Búðu til í það minnsta þrjár aðrar breytur sem stjórna útlitinu.
Þriðja skref: Fígúran dansar
Láttu fíguruna hreyfast um skjáinn, þú gætir gert þetta með músinni eða með því að gefa henni einhvern hraða.
Láttu útlit fígúrinnar breytast, þetta gætirðu látið gerast einhvernveginn sjálkrafa eða þá notandinn stjórnar því, t.d. með því að smella músinni.
Fjórða skref: Breyttu fígúrunni í fall
Búðu til nýtt fall sem teiknar fígúruna þína.
Fallið hefur í það minnsta 5 stika, sem stjórna staðsetningu og útliti fígúrunnar.
Notaðu fallið til þess að teikna fígúruna. Láttu útlitið breytast og staðsetninguna líka, eða teiknaðu fígúruna á nokkrum stöðum á skjánum.