P2: Andlit

Teikna skal fígúru með kóða sem notar breytur sem stýra útliti hennar. Notið kóðabútinn neðst í sýnikóðanum til þess að láta endurstilla breyturnar í hvert sinn sem músinni er smellt. Dæmi um einfalda lausn gæti verið að teikna andlit:

Þegar einföld andlitsmynd er farin að virka er hægt að bæta við formi með beginShape/endShape t.d. fyrir hárið og jafnvel bæta við kúrvum fyrir nefið, bæta við augabrúnum eða annað slíkt. Hægt er að bæta við breytum til að stýra litum.

Andlitið ætti að hafa að minnsta kosti 4 atriði sem breytast þegar smellt er.

Athugið að þetta er aðeins hugmynd að byrjun á verkefninu. Þið hafið mikið listrænt frelsi við það að gera þessa andlitsmynd. Kannski viljið þið frekar hafa hana í prófíl, meira abstakt, eða hvað sem er.

Hugmynd tekin héðan: Computation For Creative Practices .