Föll
Að kalla á fall
Þú þekkir nú þegar þónokkuð af föllum í p5js og kannt að kalla á þau.
Sum föll eru bara notuð til að gera eitthvað ákveðið:
ellipse(): Þetta fall teiknar sporbaug.fill(): Þetta fall er keyrt á eftir setup(), endalaust, aftur og aftur.noStroke(): Þetta fall tekur allar útlínur af.
Önnur föll skila einhverju gildi, eins og tölu, sem við síðan vinnum með:
random(): Þetta velur slembitölu og skila henni.
Sum föll taka inntök, önnur ekki. En þó þau taki ekki neitt inntak þá er alltaf hafður svigi á eftir nafninu á falli.
Að skilgreina gefið fall
Í p5 eru þónokkru föll sem við köllum aldrei á sjálf en eru sjálkrafa keyrð við ákveðin skilyrði.
Þú hefur hingað til bara skilgreint virkni þriggja ólíkra falla:
setup(): Þetta fall er keyrt í upphafi skriftunnar.draw(): Þetta fall er keyrt á eftir setup(), endalaust, aftur og aftur.mousePressed(): Þetta fall er bara keyrt þegar smellt er á músina.
Fleiri svona föll eru til sem væri gaman að leika sér með seinna.
Að skilgreina þitt eigið fall
Við getum þó skilgreint okkar eigin föll og kallað á þau í okkar eigin skriftum.
Það sem við erum að fara að gera hér er nákvæmlega það sama og var kallað Make a Block í Scratch